Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að enska úrvalsdeildin er hafin. Þá vakna margir tipparar til lífsins og tippa á Enska getraunaseðilinn á laugardögum. Húskerfi Grindavíkur hefur verið starfandi í mörg ár og gefst félagsmönnum tækifæri til að tippa á Enska getraunaseðilinn. Um síðustu helgi voru seldir 47 hlutir á 1.500 krónur hver. Húskerfið sló í gegn og fékk 13 rétta. Vinningsupphæðin er 3,9 milljónir króna eða tæpar 83 þúsund krónur á hvern hlut sem er 55 föld ávöxtun. Þar að auki skilar starfsemi húsfélagsins beinum tekjum til Grindavíkur þar sem 26% af upphæðinni sem tippað er fyrir hverju sinni, rennur til félagsins. Stjórnendur húskerfis Grindavíkur hafa staðið sig vel í gegnum árin og hefur félagið all oft fengið 13 rétta.
Tengdar fréttir
eurojackpot
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en einn heppinn þjóðverji var með 2. vinning og hlýtur hann rétt rúmar 262 milljónir króna í vinning. Þá voru þrír miðahafar sem skiptu með sér 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 49 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá þriðji var... Lesa meira
lotto
Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag - rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, val... Lesa meira
lotto
Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 83 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði var keyptur í Lottó appinu. Einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rétt rúmar 930 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is. Enginn va... Lesa meira
eurojackpot
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðhafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 63 milljónir krónar. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá fimmti var keyptur á Spáni. Þriðji vinningur skiptist á milli 10 miðahafa og fær hver þeirra rúmar 17 milljónir króna. Þrír miðanna voru k... Lesa meira
vikinglotto
Hvorki 1., 2. né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út í Vikinglotto útdrætti kvöldsins. Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír fengu 2. vinning sem er 125 þúsund krónur. Tveir miðar eru í áskrift og einn var keyptir á N1 Bíldshöfða.