Lottóleikir » Vinningar í Lottó

Vinningar í Lottó
  • Útborgun vinninga í Lottó

  • Miði keyptur í sölukössum
     
  • Vinningar sem eru hærri en 5 milljónir eru greiddir út fjórum vikum eftir útdrátt.  Framvísa skal miða á skrifstofu Getspár/Getrauna sem sér um greiðslu. 
  • Vinningar sem eru,  25.000 krónur eða lægri eru greiddir út á öllum sölustöðum Getspár/Getrauna gegn framvísun þátttökukvittunar. 
  • Vinnings skal vitjað innan árs frá útdráttardegi, ellegar fellur niður réttur til hans.  

  • Áskrift og netmiðar
     
  • Áskrifendur fá vinninga sem eru lægri en 200.000 krónur lagða beint inn á greiðslukortareikninginn sinn strax næsta virka dag eftir útdrátt.  
  • Þeir sem versla sér staka miða á netinu fá vinninga lægri en 200.000 krónur greidda inn á spilareikninginn sinn. 
  • Ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við vinningshafa.
  •  

    Skipting vinninga í Lottó

    Til vinninga er varið 45% af heildarsölu og skiptast vinningar þannig:

  • 54,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa allar 5 aðaltölur réttar,

  • 2,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar auk „bónustölu"

  • 13% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar

  • 5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar auk bónustölu

  • 17% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar

  • 8% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 2 aðaltölur réttar auk bónustölu

  • Hafi enginn þátttakandi allar fimm aðaltölurnar réttar færist vinningsfjárhæð þess flokks til næstu leikviku og kemur í hlut þess er fær allar fimm aðaltölurnar réttar í þeirri leikviku. Sé heldur enginn með allar aðaltölurnar réttar í þeirri leikviku flyst vinningurinn áfram til þarnæstu viku o.s.frv. Sömu reglur gilda ef enginn þátttakandi er með fjórar aðaltölur réttar og bónustölu. Vinningar eru undanþegnir tekjuskatti.

    Vinningslíkur í Lottó 5/40     

       
    5 aðaltölur 1:850.668
    4 aðaltölur og bónustala 1:170.134
    4 aðaltölur 1:4.598
    3 aðaltölur og bónustala 1:2.363
    3 aðaltölur 1:128
    2 aðaltölur og bónustala 1:135


    Kærur

    Rísi ágreiningur varðandi framkvæmd þessarar talnagetraunar skal viðkomandi þátttakandi senda skriflega kæru sem skal hafa borist aðalskrifstofu Íslenskrar getspár fyrir kl. 16 á tuttugasta og fyrsta degi frá og með útdráttardegi að telja. Úrskurðaraðili, skipaður af innanríkisráðuneytinu, úrskurðar um kæruna innan fimmtán daga frá því að kærufrestur rennur út.

    Að öðru leyti vísast til reglugerðar innanríkisráðuneytisins um talnagetraunir Íslenskrar getspár.

Síðast breytt 15. maí 2023