Lottóleikir » Kerfi í Vikinglotto
Hvað er kerfi?
Í stað þess að velja sex tölur í hverja röð er hægt að velja 7-10 tölur í eina röð og eiga möguleika á að margfalda vinningsupphæðina.
Taflan hér að neðan sýnir hversu margar lottóraðir standa á bak við hvert og eitt kerfi:
7 tölur samsvara kaupum á 7 lottóröðum
8 tölur samsvara kaupum á 28 lottóröðum
9 tölur samsvara kaupum á 84 lottóröðum
10 tölur samsvara kaupum á 210 lottóröðum
Athugaðu að kerfi margfalda vinningsupphæðirnar!
Kerfisseðillin hefur ekki bara þann kost að auðvelda manni að muna tölurnar sínar. Hann margfaldar líka vinningsupphæðirnar þegar „réttu" tölurnar eru dregnar í útdrætti. Hér fyrir neðan eru töflur sem sýna hvernig vinningar margfalda sig á kerfisseðlum, en það ræðst af því um hvaða kerfi er að ræða og fjölda réttra talna. Fyrst skulum við taka dæmi, sem þú skalt svo bera saman við viðkomandi töflu.
Dæmi: Segjum að þú hefðir 8 talna kerfisseðil og værir með 5 réttar aðaltölur og víkingatölu. Þá fengirðu þrisvar sinnum vinning fyrir 5 réttar aðaltölur og víkingatölu, 15 sinnum vinning fyrir 4 réttar aðaltölur og 10 sinnum vinning fyrir 3 réttar aðaltölur.
7 tölur gefa 7 raðir - Verð: 770 kr.
Dæmi: Ef þú værir með 7 talna kerfisseðil og fengir 5 réttar aðaltölur þá fengir þú upphæðina í þeim vinningsflokki 2-falda og 5-falda upphæðina fyrir 4 rétta.
8 tölur gefa 28 raðir - Verð: 3.080kr.
Dæmi: Ef þú værir með 8 talna kerfisseðil og fengir 5 réttar aðaltölur þá fengir þú upphæðina í þeim vinningsflokki 3-falda, 15-falda upphæðina fyrir 4 rétta og 10-falda fyrir 3 rétta.
9 tölur gefa 84 raðir - Verð: 9.240kr.
Dæmi: Ef þú værir með 9 talna kerfisseðil og fengir 5 réttar aðaltölur þá fengir þú upphæðina í þeim vinningsflokki 4-falda, 30-falda upphæðina fyrir 4 rétta og 40-falda fyrir 3 rétta.
10 tölur gefa 210 raðir - Verð: 23.100 kr.
Dæmi: Ef þú værir með 10 talna kerfisseðil og fengir 5 réttar aðaltölur þá fengir þú upphæðina í þeim vinningsflokki 5-falda, 50-falda upphæðina fyrir 4 rétta og 100-falda fyrir 3 rétta.
Síðast breytt 3. júní 2021