Lottóleikir » Leiðbeiningar
-Innskráning
-Kaupa miða
-Skoða miða
Innskráning
Þegar þú hefur sett upp appið hjá þér er nóg að skrá sig inn með fjögurra stafa pin númeri sem þú sjálfur valdir þegar þú skráðir þig inn í fyrsta sinn. Síðan flettir þú milli síðna annað hvort með því að draga fingurinn eftir skjánum eða smella á viðkomandi stað.
Kaupa miða
Veldu táknið neðst til vinstri til að opna kaupferlið, velur síðan þann leik sem þú ætlar að kaupa miða í og smellir á „Kaupa miða“, einnig er hægt að velja kerfismiða eða kaupa sama miða og síðast.
Í kaupferlinu getur þú valið þínar tölur, tekið eina og eina röð í einu með sjálfvali eða 10 raða sjálfval. Velur síðan hvort þú vilt kaupa miða í einn útdrátt eða setja tölurnar í áskrift. Að lokum smellir þú á kaupa og færð staðfestingu á að kaupin hafi tekist.
Skoða miða
Þú velur táknið fyrir miða neðst á sjánum fyrir miðju. Velur leikinn sem þú ætlar að skoða miða í og finnur þinn miða (eða áskrift). Smellir á og þá sérðu tölurnar þínar. Eftir að útdráttur hefur farið fram eru þær tölur sem voru dregnar út aðgreindar með lit. Áskriftarmiða er hægt að skoða aftur í tímann með því að draga miðann til hægri með fingrinum.