Lottóleikir » Um áskriftir

Um áskriftir

Alla leiki Íslenskrar getspár er hægt að hafa í áskrift þ.e. Lottó, Vikinglotto, EuroJackpot og Jóker.

Áskrift er í gildi þar til henni er sagt upp eða ekki fæst skuldfærsluheimild.

Áskrifendur greiða einungis fyrir fjóra útdrætti í hverjum mánuði jafnvel þó að útdrættir séu fleiri.

Áskrifendur fá því alltaf að minnsta kosti 4 vikur fríar á hverju ári (á hverju 52 vikna tímabili).

Greiðslur eru færðar mánaðarlega af greiðslukortareikningi áskrifenda og sömu tölurnar gilda í hverjum útdrætti.

Þegar vinningur, lægri en 200.000 krónur, kemur á miðann greiðist vinningurinn beint inná greiðslukortareikning vinningshafans.

Ef vinningur er hærri en 200.000 krónur hefur starfsmaður Íslenskrar getspár samband við vinningshafann um greiðslufyrirkomulag vinnings.

Ekki er hægt að innheimta áskriftarvinninga á sölustöðum.

Hægt er að skoða áskriftir sínar með því að skrá sig sem notanda hér