Lottóleikir » EuroJackpot
EuroJackpot er nýr og spennandi lottóleikur þar sem Ísland ásamt 16 öðrum Evrópulöndum tekur þátt. Til mikils er að vinna en lágmarksvinningsupphæð í fyrsta vinningsflokki er 10 milljónir evra, eða 1,2 milljarður íslenskra króna í hvert skipti sem dregið er út.
Þátttakandi velur fimm aðaltölur úr talnaröðinni 1-50 og tvær stjörnutölur úr talnaröðinni 1-10.
Útdráttur fer fram á hverjum föstudegi kl. 20.00 á vetrartíma og kl. 19.00 á sumartíma. Sölu lýkur tveimur klukkustundum fyrir útdrátt, eða kl. 18.00 á vetrartíma og 17.00 á sumartíma.
Upptaka af útdrættinum, sem fer fram í Finnlandi, er birt á lotto.is síðar um kvöldið.
Úrslit má nálgast hér á lotto.is og á textavarpinu á síðu 282.
Ein röð í EuroJackpot kostar 320 krónur og allir vinningar eru skattfrjálsir.
Þátttökulönd í EuroJackpot eru eftirfarandi:
Ísland – Danmörk – Svíþjóð – Noregur – Finnland – Eistland – Litháen – Lettland – Þýskaland – Ítalía – Spánn – Holland – Slóvenía – Króatía - Tékkland - Ungverjaland - Pólland
Viltu spila með í EuroJackpot á netinu?
Það er auðvelt að spila með á netinu. Fyrst þarf að nýskrá sig, því næst innskrá sig og að lokum kaupa miða. Hér fyrir neðan er þetta skýrt út lið fyrir lið.
A) Nýskráning:
Þú byrjar á því að slá inn kennitölu þína og ert síðan leidd/ur áfram gegnum mjög einfalt skráningarferli. Þegar skráningu er lokið hefur þú fengið notandanafn og lykilorð sem þú notar síðan til að innskrá þig.
B) Innskráning:
Þú slærð inn notandanafn og aðgangsorð og getur þá keypt og skoðað miða.
C) Kaupa miða:
Þú velur fimm aðaltölur og tvær stjörnutölur eða tekur sjálfval. Hægt er að kaupa kerfismiða og þá velur þú 6-10 tölur auk tveggja stjörnutalna.
D) Ógildingar:
Hægt er að ógilda keyptan miða samdægurs og er hann þá bakfærður á spilareikning viðkomandi.
E) Vinningsgreiðslur:
Vinningar að upphæð lægri en 100.000 krónur eru greiddir beint inn á spilareikning viðkomandi. Ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við vinningshafa.