Lottóleikir » Lottó
Lottó er talnaleikur sem Íslendingar þekkja vel. Á hverju laugardagskvöldi klukkan 18:54 eru fimm tölur af 42 dregnar út í beinni útsendingu í sjónvarpinu og síðar um kvöldið kemur í ljós hvort bæst hefur í milljónamæringahóp Lottóspilara. Lokað er fyrir sölu á Lottó klukkan 18:40 á laugardögum. Frá því að Lottó hóf göngu sína árið 1986 eru milljónamæringarnir orðnir vel á annað þúsund. Vinningar eru allt frá níu milljónum þegar potturinn er einfaldur, en fyrsti vinningur hækkar ört eftir því sem potturinn margfaldast. Stærsti pottur sem hefur verið í Lottó var tæplega 140 milljónir og er það stærsti vinningur sem einstaklingur hefur fengið í íslensku happdrætti. Heildarfjöldi vinningshafa frá upphafi eru rúmlega fjórar milljónir og heildarvinningsupphæð er vel á fimmta milljarð. Ein röð í Lottó kostar 150 krónur og allir Lottóvinningar eru skattfrjálsir.
Viltu spila með í Lottó á netinu?
Það er auðvelt að spila með á netinu, fyrst þarf að nýskrá sig, því næst innskrá sig og að lokum kaupa miða. Hér fyrir neðan er þetta skýrt út lið fyrir lið.
A) Nýskráning:
Þú byrjar á því að skrá þig inn með rafrænu skilríki og ert síðan leiddur áfram gegnum mjög einfalt skráningarferli. Þegar skráningu er lokið hefur þú fengið notandanafn og lykilorð sem þú notar síðan til að innskrá þig.
B) Innskráning:
Þú slærð inn notendanafn og lykilorð og getur þá keypt og skoðað miða.
C) Kaupa miða:
Þú velur fimm tölur eða tekur sjálfval. Hægt er að kaupa kerfismiða og þá velur þú 6-10 tölur.
D) Ógildingar:
Hægt er að ógilda keyptan miða samdægurs og er hann þá bakfærður á spilareikning viðkomandi.
E) Vinningsgreiðslur:
Vinningar að upphæð lægri en 200.000 krónur eru greiddir beint inn á spilareikning viðkomandi. Ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við vinningshafa.
Síðast breytt 15. maí 2023