Lottóleikir » Vikinglotto

Vikinglotto

Víkingalottó hófst hér á landi árið 1993 og er samstarf tíu landa sem eru Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Slóvenía, Belgía og Ísland. Í hverri viku er dregið um tugi milljóna. 

Útdráttur fer fram á hverjum miðvikudegi kl. 18 á vetrartíma og kl. 17 á sumartíma. Sölu lýkur klukkustund fyrir útdrátt, eða kl. 17.00 á vetrartíma og 16.00 á sumartíma.

Fyrsti vinningur hefur 28 sinnum komið hingað til lands.  Síðasti vinningur sem kom hingað til lands var í desember 2016 en þá vann stálheppinn miðaeigandi 53.413.950 krónur.

Miðvikudagar eru Vikinglottódagar og ein röð í Vikinglottó kostar einungis 110 krónur.
Allir vinningar í Vikinglottó eru skattfrjálsir. 

Viltu spila með í Vikinglottó á netinu?

Það er auðvelt að spila með á netinu, Fyrst þarf að nýskrá sig, því næst innskrá sig og að lokum kaupa miða. Hér fyrir neðan er þetta skýrt út lið fyrir lið.

A) Nýskráning:

Þú byrjar á því að slá inn kennitölu þína og ert síðan leidd/ur áfram gegnum mjög einfalt skráningarferli. Þegar skráningu er lokið hefur þú fengið notandanafn og lykilorð sem þú notar síðan til að innskrá þig.

B) Innskráning:

Þú slærð inn notandanafn og lykilorð og getur þá keypt og skoðað miða.

C) Kaupa miða:

Þú velur sex tölur og eina Víkingatölu eða tekur sjálfval. Hægt er að kaupa kerfismiða og þá velur þú 7-10 tölur.

D) Ógildingar:

Hægt er að ógilda keyptan miða samdægurs og er hann þá bakfærður á spilareikning viðkomandi.

E) Vinningsgreiðslur:

Vinningar að upphæð lægri en 100.000 krónur eru greiddir beint inn á spilareikning viðkomandi. Ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við vinningshafa.