Lottóleikir » EuroJackpot á þriðjudögum

EuroJackpot á þriðjudögum

Frá og með 25. mars næstkomandi verður dregið tvisvar í viku í EuroJackpot, á föstudögum og þriðjudögum. Þessi breyting mun ekki hafa áhrif á áskriftir sem eru í gangi og
verða núverandi áskriftir áfram með á föstudögum. Ef þú átt áskrift, getur þú hins vegar bætt þriðjudögunum við áskriftina með einföldum hætti á netinu: www.lotto.is/askrift.

Það verða fleiri breytingar gerðar: Stjörnutölunum fjölgar um tvær, þannig að nú verða þær tólf talsins (frá 1 upp í 12) í stað tíu frá og með útdrættinum 25. mars.
Þar að auki lækkar verðið á hverri röð í EuroJackpot úr 320 í 300 kr. og tekur sú breyting gildi 19. mars.

Það er von okkar og samstarfsaðila okkar um alla Evrópu að með breytingunum og verðlækkuninni verði enn skemmtilegra að spila í EuroJackpot og hver veit nema þú
hafir heppnina með þér einn góðan þriðjudag?