Lottóleikir » Jóker

Jóker

Jóker er sjálfstæður leikur sem er hægt að kaupa með Lottó, Víkingalottó og Eurojackpot. Hér er um léttan og skemmtilegan leik að ræða, en hann fer þannig fram að kaupi maður Jóker velur sölukerfið 5 tölur á bilinu 0 til 9 sem birtast á sölukvittun með lottótölunum.

Jókertölur eru dregnar út á fimm lukkuhjólum í útdráttunum á föstudags-, laugardags- og miðvikudagskvöldum. Athugið að hvert lukkuhjól hefur tölurnar 0 til 9 og því getur sama talan komið upp oftar en einu sinni.

Hvernig vinnur maður í Jóker?

2.000.000 ef þú ert með allar 5 tölurnar í réttri röð

100.000 ef þú ert með 4 öftustu eða 4 fremstu í réttri röð

10.000 ef þú ert með 3 öftustu eða 3 fremstu í réttri röð

2.000 ef þú ert með 2 öftustu eða 2 fremstu í réttri röð

Upphæðin fyrir tvær öftustu eða tvær fremstu í réttri röð tvöfaldast ef þú ert bæði með 2 öftustu og 2 fremstu tölurnar réttar

Þátttaka í Jókernum kostar aðeins 200 krónur

Vinningslíkur:

Fyrir Jókertölurnar 5 í útdreginni röð: 1:100.000

Fyrir 4 öftustu/fremstu tölurnar í réttri röð: 1:5556

Fyrir 3 öftustu/fremstu tölurnar í réttri röð: 1:556

Fyrir 2 öftustu/fremstu tölurnar í réttri röð: 1:56