Lottóleikir » Fréttir

 • Lottó 5/40 - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Einn miðaeigandi var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær sá heppni rúmlega 26 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur hjá 10-11, Fitjum 2 í Reykjanesbæ. Fimm voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og fær hver þeirra 86.220 kr. í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olis v/Gullinbrú í Reykjavík, Kaupfélagi V-Húnvetninga, Hvammstanga, Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík og 2 eru í áskrift.

   

 • Stálheppinn Reykvíkingur vann 52 milljónir í Lottó
  Lottó-fréttir

  Eigandi vinningsmiðans sem auglýst hefur verið eftir undanfarið hefur nú heimsótt okkur í Laugardalinn, með miðann meðferðis.  Þessi verðmæti miði var keyptur í Póló á Bústaðavegi í Reykjavík um miðjan febrúar og er með vinning upp á rúmar 52 skattfrjálsar milljónir.  

 • Einn með 1. vinning í Jóker en þrefaldur Lottópottur næst
  Lottó-fréttir

  Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í þrefaldan pott næsta laugardag! Fjórir voru með bónusvinninginn og hlýtur hver rúmlega 93 þúsund krónur. Tveir vinningshafanna keyptu miðana hér á lotto.is, einn í Iceland í Reykjanesbæ og var fjórði vinningshafinn áskrifandi að Lottó. Einn miðahafi hreppti 1. vinning í Jóker og fær 2 milljónir króna í sinn hlut en sá heppni er áskrifandi að Lottó.

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar og verður 1. vinningur því 2faldur í næstu viku.  Einn var með bónusvinninginn og hlýtur rúmlega 340 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift. 

 • Íslensk Getspá leitar að milljónamæringi
  Lottó-fréttir

  Enn hefur vinningshafinn í Lottó frá 17. febrúar ekki gefið sig fram til Íslenskrar getspár.  Því biðjum við alla sem keyptu sér Lottómiða hjá Póló, Bústaðavegi í Reykjavík að skoða Lottómiðana sína vel.  Lottómiðinn, 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker, var keyptur fimmtudaginn 15. febrúar og gefur veglegan vinning uppá rúmlega 52 skattfrjálsar milljónir.

 • Lottó - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld og hlýtur sá heppni rúmlega 7 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur á Lotto.is  Þrír voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og fá þeir rúmlega 104 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Fossvogi, Reykjavík, áskrift og Lotto.is

   

 • Lottó 5/40 - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Heppinn lottóspilari sem keypti sér miða í Póló, Bústaðavegi 130 í Reykjavík, var einn með allar lottótölurnar réttar og hlýtur hann rúmlega 52 milljónir króna í vinning. Þrír skipta bónusvinningnum á milli sín og fær hver 235.460 kr. í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði, N1, Borgartúni 39 í Reykjavík og á lotto.is

   

 • Stefnir í fimmfaldan pott í Lottó!
  Lottó-fréttir

  Engin var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Þá skiptu fjórir með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra tæplega 130 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á lotto.is, Hagkaup Eiðistorgi, Kaupfélaginu Strandgötu 1 á Hvammstanga og einn miðahafinn er áskrifandi. Hægt er að gerast áskrifandi hér á lotto.is

 • Lottó - 4faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í útdrættinum að þessu sinni og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku.  Tveir skiptu  með sér bónuspottinum og fá þeir rúmlega 212 þúsund króna vinning hvor, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Hagkaup við Litlatún í Garðabæ.  Jókerinn gaf vel af sér en tveir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar og í réttri röð og fá þeir 2 milljónir í vinning, annar miðinn var keuptur í Ak-inn á Akureyri en hinn er í áskrift.  

 • Fann 15 milljónir í veskinu
  Lottó-fréttir

  Eigandi vinningsmiða í Lottó frá því 13. janúar síðastliðinn kom til okkar á skrifstofu Getspár í vikunni.  Vinningshafinn, kona sem er búsett á höfðuðborgarsvæðinu, var aldeilis himinlifandi með „fundinn“.  Konan var að taka til í veskinu sínu eitt kvöldið og fann þar miða sem hún hafði keypt í Happahúsinu á mikilli hraðferð í byrjun janúar.