Lottóleikir » Laugardagslottó – sexfaldur næst!

Til baka í listaLaugardagslottó – sexfaldur næst!
Lottó-fréttir

Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottóinu að þessu sinni og verður potturinn því sexfaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 136. 990 krónur. Miðarnir voru keyptir í Tvistinum í Vestmannaeyjum, Vídeómarkaðinum, Hamraborg 20a í Kópavogi, hér á lotto.is og í áskrift. Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hver 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Snælandi, Staðarbergi 2-4 í Hafnarfirði, á lotto.is og einn er í áskrift.