Lottóleikir » Yfirdrátturinn verður borgaður í hvelli

Til baka í listaYfirdrátturinn verður borgaður í hvelli
Lottó-fréttirHann var léttur í spori, vinningshafinn frá síðasta laugardegi, þegar hann kom í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár enda einn með fyrsta vinning og tæpum sjö skattfrjálsum milljónum ríkari. Hann sagðist þó býsna ríkur af börnum, en vinningurinn kæmi sér þó afskaplega vel. Hans langfyrsta verk yrði að borga niður tæplega þriggja milljóna króna yfirdrátt. Afgangnum væri líka ráðstafað nú þegar og þakklæti væri honum þar efst í huga.

Vinningshafinn káti keypti tíu raða sjálfvalsmiðann sinn á N1 Sauðárkróki. Að auki er hann áskrifandi til margra ára.

 Íslensk getspá óskar honum hjartanlega til hamingju!