Lottóleikir » Fyrsti vinningshafi af fjórum búinn að gefa sig fram!

Til baka í listaFyrsti vinningshafi af fjórum búinn að gefa sig fram!
Lottó-fréttir

Þau komu á skrifstofur Íslenskrar getspár, hjónin sem voru ein af fjórum miðaeigendum með allar tölur réttar síðastliðinn laugardag, þegar sjöfaldur Lottópottur fór  upp í tæpar 94 milljónir.Á meðan eiginkonan horfði á útdráttinn með miðann í höndunum, þá kallaði hún spennt fram til bónda síns þegar þrír réttir voru komnir í hús, og svo fjórir og að lokum fimm réttar tölur!Hjónin höfðu á orði að þau hafi fundið fyrir dálitlu stressi með hvar þau ættu að geyma þennan dýrmæta pappír, sem var tíu raða sjálfvalsmiði.Þar sem þau hafa verið bíllaus um hríð, þá verður þeirra fyrsta verk að fjárfesta í bifreið.Íslensk getspá óskar þeim innilega til hamingju!