Lottóleikir » Laugardagslottó - Fjórir heppnir með fyrsta vinning!

Til baka í listaLaugardagslottó - Fjórir heppnir með fyrsta vinning!
Lottó-fréttir

Fjórir heppnir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og skiptu á milli sín sjöföldum potti. Fær hver rúmlega 23  milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Samkaupum-úrvali á Selfossi, Shell v/Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og Olís Sæbraut v/Sundagarða, Reykjavík. 

Átta voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra 166.550 krónur. Þrír miðanna voru keyptir hér á lotto.is, en hinir í Snælandi, Staðarbergi 2-4, Hafnarfirði, Brekkunni á Stöðvarfirði, Söluskálanum Landvegamótum, Hellu, Tjarnargrilli í Reykjanesbæ og Olís v/Langatanga í Mosfellsbæ.

Sex voru með 4 réttar tölur í Jókernum og fá þeir 100.000 kr í vinning. Einn er með miðann í áskrift, en hinir voru keyptir á N1 á Hellissandi, Albínu á Patreksfirði, N1 Gagnvegi 2 í Reykjavík, Holtanesti, Melabraut 11, Hafnarfirði og lotto.is