Lottóleikir » Laugardagslottó - 6faldur næst!

Til baka í listaLaugardagslottó - 6faldur næst!
Lottó-fréttir

Enn um sinn mun lottópotturinn bíða nýrra eigenda þar sem fyrsti vinningur gekk ekki út og verður hvorki meira né minna en sexfaldur í næstu viku.  Hins vegar var einn með bónuspottinn og hlýtur hann rétt tæplega 600 þúsund kall í vinning, þessi lukkumiði var keyptur hér á heimasíðunni, lotto. is.  Þrír voru með fjórar réttar tölur, í réttri röð í Jóker og hlýtur hver um sig 100 þúsund krónur í vinning.  Tveir miðanna voru keyptir hjá Olís, annar á Skagaströnd en hinn á Siglufirði.  Þriðji miðinn er í áskrift.