Lottóleikir » Fjölhæft íþróttafólk styður við gott málefni.
Íslensk getspá hefur, í samvinnu við ENNEMM auglýsingastofu, unnið að gerð tónlistarmyndbands sem er beint framhald af auglýsingu sem frumsýnd var í lok síðasta árs. „Þar sáum við Leif Ottó, en hann er einlægur stuðningsaðili íþróttafólksins okkar,“ segir Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Stefán segir markmiðið með bæði gerð auglýsingarinnar og tónlistarmyndbandsins vera að varpa ljósi á þýðingu þess fjármagns sem Íslensk getspá leggur til eignaraðila sinna sem eru íþróttahreyfingin og öryrkjar í landinu.
Hann segir bæði vinnuna og undirbúninginn hafa verið stórskemmtilegan, „Það var virkilega gaman að sjá nýjar hliðar á mörgum af okkar fremstu íþróttahetjum og við erum þeim afar þakklát fyrir þeirra framlag sem þau veittu okkur með ánægju.“ Stefán segir lokaútkomuna hafa komið ánægjulega á óvart, „Við vonum að Íslendingar kunni að meta lagið hans Eyfa með þeim breytingum sem hann gerði í samvinnu við textasmiðinn, Aðalstein Ásberg.“
Við hjá Íslenskri getspá þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við gerð myndbandsins og sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar, án ykkar hefðum við aldrei getað gert þetta.
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu,
Arnar Helgi Lárusson Íslandsmeistari í hjólastólaakstri,
Ásgeir Sigurgeirsson Íslandsmeistari í skotfimi,
Pavel Ermolinskij landsliðsmaður í körfubolta,
Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu,
Kolbeinn Sigþórsson landsliðsmaður í knattspyrnu,
Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti,
Árni Björn Pálsson Íslandsmeistari í tölti,
Auðunn Jónsson Norðurlandameistari í kraftlyftingum,
Sara Högnadóttir Íslandsmeistari í badminton,
Sif Pálsdóttir Íslandsmeistari í áhaldafimleikum,
Þorbjörg Ágústsdóttir Norðurlandameistari í skylmingum,
Pétur Eyþórsson glímukóngur Íslands,
Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari í golfi,
Þormóður Árni Jónsson Íslandsmeistari í júdó,
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsmaður í handknattleik,
Alexander Petersson landsliðsmaður í handknattleik,
Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik,
Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í handknattleik,
Eygló Ósk Gústafsdóttir Íslandsmeistari í sundi,
Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik,
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Íslandsmeistari í taekwondo,
Harpa Þorsteinsdóttir landsliðskona í knattspyrnu,
Baldur Haraldsson Íslandsmeistari í ralli,
Elísabet Einarsdóttir landsliðskona í blaki,
Magnús K. Magnússon Íslandsmeistari í borðtennis,
Sigurður Már Atlason Íslandsmeistari í dansi,
Sara Rós Jakobsdóttir Íslandsmeistari í dansi,
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi,
Telma Rut Frímannsdóttir Íslandsmeistari í karate,
Dagný Edda Þórisdóttir Íslandsmeistari í keilu,
Nadia Margrét Jamchi Íslandsmeistari í listhlaupi á skautum,
Björn Róbert Sigurðarson íshokkímaður ársins,
Helga María Vilhjálmsdóttir Íslandsmeistari í stórsvigi,
Thelma Björg Björnsdóttir Íslandsmeistari í sundi fatlaðra,
Sigurður Sveinsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik,
Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður,
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður,
Lars Lagerback þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu
Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu.