Lottóleikir » Afgreiddi sjálfa sig um tæpar 22 milljónir

Til baka í listaAfgreiddi sjálfa sig um tæpar 22 milljónir
Lottó-fréttir

Hann sagðist hafa, eftir símtalið frá Getspá, átt erfitt með að halda á kaffibollanum, áskrifandinn sem var annar vinningshafanna um síðustu helgi í Lottóinu. Hann hafði þó um helgina tekið eftir að tölurnar sem komu upp voru hans, en efaðist þar til símtalið góða hafði átt sér stað. Í vikunni á undan hafði hann sagt við vinnufélaga að ynni hann í einhverjum af lottóleikjunum, þá myndi hann bjóða þeim með sér í frí. Hann sagðist að sjálfsögðu ætla að standa við orð sín og svo langar hann að endurnýja húsnæðið. 
Hinn vinningshafinn keypti miðann í sjálfsala í Krónunni í Lindarhverfi. Hún valdi tíu raða sjálfval en bað fjórum sinnum um nýjar tölur því henni leist ekki á það sem kom á  undan. Hún segir fjölskylduna vera „í harkinu“ með að ná endum saman, hún sé í fjórum vinnum til að eiga fyrir útgjöldum en þau hjónin eiga þrjú börn, sem kostar sitt, og öll í tómstundum. Miðanum kom hún fyrir í tómri Machintoshdollu og upp á skáp. Aðspurð um breytt landslag í fjármálum, þá verður bílalánið borgað upp og svo er það langþráð utanlandsferð. Að öðru leyti ætla þau að halda sig við það sem var ákveðið í byrjun janúar, að borða það sem til er í frystinum.Íslensk getspá óskar vinningshöfum innilega til hamingju.