Lottóleikir » Ég get ekki borgað þér þetta…

Til baka í listaÉg get ekki borgað þér þetta…
Lottó-fréttir

Hann var ekkert að flýta sér að segja konunni tíðindin, maðurinn sem kom á skrifstofur Íslenskrar Getspár í síðustu viku, enda hafði hann ekki áttað sig á um hvers konar upphæð  var að ræða. Þegar leiðin lá aftur í N1 í Engihjalla til að sækja vinninginn, þá hristi afgreiðslukonan rólega höfuðið um leið og hún sagði: „Ég get ekki borgað þér þetta…þetta eru næstum… 27 milljónir!“ Og þá fékk frúin fréttirnar góðu.

Þau hjónin eru í áskrift, en kaupa alltaf auka miða þegar potturinn er meira en einfaldur og vinningurinn kom einmitt upp á þann sjálfvalsmiða. Planið er að börnin fái sinn skerf og fyrsta verkið verður að hjálpa dótturinni að kaupa nýrri bíl.