Lottóleikir » Hafa tryggt sér áhygglaust ævikvöld

Til baka í listaHafa tryggt sér áhygglaust ævikvöld
Lottó-fréttir

Það voru pollróleg eldri hjón sem mættu á skrifstofu Íslenskrar getspár í morgun með Lottóvinningsmiðann góða sem var keyptur í Fjarðarkaupum í síðustu viku. Miðinn sem er 5 raðir og kostaði 650 krónur skilaði eigenda sínum 48. 912.810 skattfrjálst. Hjónin eru komin á eftirlaun og spila nánast alltaf með í Lottó. Því ætlaði eiginkonan ekki að trúa manni sínum er hann tjáði henni að hann héldi að þau hefðu unnið stóra vinninginn í Lottó.  Það var ekki fyrr en þau fóru á netið og sáu að vinningsmiðinn hafi verið seldur í Fjarðarkaupum að þau trúðu þessum góðu fréttum.  Þau segjast nú vera búin að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld og þurfa nú ekki lengur hugsa um að spara og geyma að kaupa hluti fram yfir næstu mánaðarmót. Hjónin hafa ákveðið að hluti vinningsins fer til líknarmála enda eru líknarmál þeim afar hugleikin og þau vita og þekkja af eigin raun að þörfin er mikil.  Starfsfólk Íslenskrar getspár óska vinningshöfunum innilega til hamingju