Lottóleikir » Laugardagslottó - einn með 1. vinning

Til baka í listaLaugardagslottó - einn með 1. vinning
Lottó-fréttir

Heppnin var með viðskiptavini sem keypti sér lottómiða í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði en hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur rétt tæplega 49 milljónir í vinning. Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra rúmlega 173 þúsund krónur, þeir miðar voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Brautarnesti í Reykjanesbæ, Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík, Snælandi í Núpalind, Kópavogi og einn var keyptur hér á heimasíðunni lotto. is. Einn var með allar tölurnar réttar, í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir í vinning, sá góði miði var keyptur í Vitanum á Laugavegi 62 í Reykjavík. Að auki voru þrír miðar með fjórar réttar tölur í Jóker og eigendur þeirra hljóta 100 þúsund kall í vinning, einn þeirra var keyptur í Hagkaup í Smáralind í Kópavogi, annar í Olís Glerá á Akureyri og sá þriðji er í áskrift.