Lottóleikir » 2ja milljóna króna Jókervinningur til Siglufjarðar

Til baka í lista2ja milljóna króna Jókervinningur til Siglufjarðar
Lottó-fréttir

Enginn var með allar lottótölurnar réttar að þessu sinni og verður potturinn því fjórfaldur í næstu viku. Einn var með bónusvinninginn, þ. e. fjórar réttar tölur og bónustöluna og fær hann 693 þúsund í vinning. Miðinn er í áskrift. Einn miði var með allar tölurnar réttar, í réttri röð í Jóker og hlýtur þar með 2 milljónir í vinning. Hann var keyptur í Siglósport á Siglufirði. Að auki voru tveir miðar með fjórar tölur réttar í réttri röð í Jókernum og hljóta þeir 100 þúsund kall hvor í vinning. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Olís við Garðarsbraut á Húsavík.