Lottóleikir » Lífsglaður og kátur eldri borgari vann 45 milljónir!

Til baka í listaLífsglaður og kátur eldri borgari vann 45 milljónir!
Lottó-fréttir



Hún gerði nú bara ráð fyrir að vinna 25 milljónir og þegar afkomendurnir væru orðnir 20, þá fengi hver og einn þeirra eina milljón á mann, þá ætti hún kannski smá afgang til að borga niður húsnæðislánið. En einmitt svona skýr var hugsun vinningshafans sem kom í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár í vikunni: „Þegar ég vinn…“ og hún hafði verið það í nokkur ár, og í dag eru afkomendurnir einmitt orðnir 20 talsins og afgangurinn töluvert meiri, en hún var ein með allar tölur réttar.





Hún hafði verið að versla í matinn í Hagkaupum í Holtagörðum og vegna þess að hún keypti svo lítið, þá ákvað hún að kaupa sér Lottómiða. Eftir að hafa náð tölunum niður eftir útdráttinn í sjónvarpinu, og áttað sig á að efsta röðin á miðanum passaði við tölur kvöldsins, fór hún létt í spori í matarboð til dóttur sinnar og þegar þangað var komið, kallaði hún inn: „Ertu ekki örugglega sitjandi…?“



Við hjá Íslenskri getspá óskum vinningshafanum okkar, sem er lífsglaður og kátur eldri borgari með skemmtilegt viðhorf til lífsins, innilega til hamingju með milljónirnar 45!