Lottóleikir » Einn með 2 milljónir í Jóker

Til baka í listaEinn með 2 milljónir í Jóker
Lottó-fréttir

Fyrsti vinningur í Laugardagslottóinu gekk ekki út að þessu sinni og verður hann því þrefaldur í næstu viku.  Jókerinn var hins vegar gjafmildur en einn heppinn miðaeigandi var með allar tölur réttar, í réttri röð og fær hann 2 milljónir í vinning, miðinn góði var keyptur í N1 við Gagnveg í Reykjavík.   Ekki nóg með það því þar að auki voru fjórir miðaeigendur með fjórar réttar Jókertölur, í réttri röð og fá 100 þúsund kall í vinning, einn miðinn var keyptur í Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík en hinir eru allir í áskrift.