Lottóleikir » Alveg við það að fara að gráta

Til baka í listaAlveg við það að fara að gráta
Lottó-fréttir

„Ég er nú bara alveg við það að fara að gráta“ sagði konan sem fékk tilkynningu um að hún hefði verið ein með allar tölurnar réttar í Lottóútdrættinum síðastliðinn laugardag.  Vinningsupphæðin er rétt tæpar 19,5 milljónir króna. Konan er búin að vera með miðann, 10 raðir og Jóker, í áskrift síðan um miðjan apríl og ætlaði að vera búin að segja honum upp.  En sem betur fer hefur það farist fyrir og vangaveltum um að hætta hefur verið hætt. Miðinn verður áfram í áskrift og nú er komið fjármagnið sem vantaði til að klára sólpallinn við húsið og rúmlega það.