Lottóleikir » Mamma hvað er að?

Til baka í listaMamma hvað er að?
Lottó-fréttirHún skrifaði tölurnar samviskusamlega niður eftir útdrátt á laugardagskvöldið, konan sem vann 20 milljónirnar sem dregnar voru út 14. júní síðastliðinn, og velti því svo ekkert frekar fyrir sér. Miðann hafði hún keypt í rælni og engin regla á Lottókaupum fjölskyldunnar, sem hefur verið undir miklu álagi undanfarið.

Á mánudeginum rakst hún á miðann, bar saman tölurnar og gekk í rólegheitum inn í Hagkaup þar sem miðinn var keyptur. Dóttir hennar skaust inn í búð eftir vörum og þegar þær mæðgur hittust inni í versluninni spurði dóttirin: „Mamma, er eitthvað að?“ og fékk svarið: „Ég var að vinna tuttugu milljónir í Lottóinu…!“

Aðspurð segist konan ætla að leggja peningana inn í banka og reyna að ávaxta þá en börnin hennar þrjú hvetja hana til að gera eitthvað fyrir sjálfa sig. „Kauptu þér eitthvað sem þig langar í!“ segja þau einum rómi. Hún segist eiga eldgamalt sófasett sem er búið að bæta svo nýr og stór sófi væri kannski eitthvað sem hún gæti hugsað sér – nógu stór til að rúma alla fjölskylduna með mökum og barnabörnum. Og svo ætlar hún að styðja við börnin.

Konan segist jú líka ætla að fara í stutta ferð til útlanda þegar líður á haustið því henni líði svo miklu betur í hitanum.


Íslensk getspá óskar þeim öllum innilega til hamingju.