Lottóleikir » Vissi að símtalið var ekki gabb

Til baka í listaVissi að símtalið var ekki gabb
Lottó-fréttir

Vinningshafarnir eru fólk á besta aldri með fimm uppkomin börn og fjölda barnabarna. Þau hafa lengi verið með í Lottóinu, en gerðust áskrifendur fyrr á þessu ári og tölurnar eru afmælisdagar fjölskyldunnar. Þau hafa búið í nokkra áratugi í sömu blokkinni , en hefur í talsvert langan tíma langað til að færa sig um set og endurnýja níu ára gamlan bíl. 
Eins og venja er þegar áskrifandi vinnur háa upphæð í Lottóinu þá er hringt í vinningshafann. Eiginmaðurinn svaraði símanum og vegna þess að hann þekkti röddina í Stefáni Konráðssyni framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár,  eftir að hafa heyrt í honum oftsinnis í fjölmiðlum, þá vissi hann um leið að þetta var ekki gabb. „Jæja, þú trúir þessu sennilega núna.“ sagði maðurinn glaðbeittur við frúna þegar þau höfðu fengið það uppáskrifað frá fulltrúa Íslenskrar getspár að 21,2 milljónir væru þeirra.