Lottóleikir » Lottóvinningur kom fæðingu af stað

Til baka í listaLottóvinningur kom fæðingu af stað
Lottó-fréttir

„Hvað ertu að segja? Vann ég?“ sagði vinningshafi frá síðasta laugardgskvöldi þegar fulltrúi frá Íslenskri getspá hringdi og færði henni fréttirnar. Í þetta skiptið var vinningshafinn barnshafandi ung kona utan af landi sem átti miða í áskrift og áætlaður fæðingardagur barnsins var rúmri viku eftir símtalið skemmtilega. Það kom svo í ljós að sama dag og hringt var í hana, þá fór hún af stað og barn var komið í heiminn daginn eftir. Hún hefur því í nógu að snúast þessi lukkulega kona sem er í skýjunum með lífið og sagðist ætla að byrja á því að kaupa sér flottasta barnavagninn. Það má því segja að þetta hafi verið einn allsherjar lukkudagur hjá henni, heilbrigt barn og 6,5 milljónir í bónus. Geri aðrir betur! Íslensk getspá óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með „vinningana“ sína.ál