Lottóleikir » Kaupa hús fyrir lottóvinning

Til baka í listaKaupa hús fyrir lottóvinning
Lottó-fréttir

„Upphæðin fer beint í að kaupa húsnæði fyrir okkur hjónin,“ sagði vinningshafinn glaðbeittur þegar hann mætti á skrifstofu Íslenskrar getspár í vikunni. Hann sagði leiguna hafa hækkað gríðarlega mikið undanfarin ár og þar sem bæði eru ellilífeyrisþegar, þá yrði það mikill léttir að komast loks í eigið húsnæði.Meðferðis hafði hann Lottómiðann sem hann keypti á N1 í Árthúnshöfða, en þau hjónin spila reglulega með í Lottóinu og þá oftar en ekki að frumkvæði konunnar. Í þetta skiptið náði hann sér í aukamiða sem innihélt þar að auki afmælisdaginn hans og það var einmitt sú röð sem skilaði þeim hjónum tæpum 44 milljónum.Þau hjónin fóru svo á netið til að bera tölur kvöldsins saman við Lottómiðana og niðurstöðurnar komu þeim skemmtilega á óvart.