Lottóleikir » Laugardagslottó - Fjórfaldur næst!
Til baka í listaLaugardagslottó - Fjórfaldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag, þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Einn var með bónusvinninginn 4 réttar tölur og rétta bónustölu og fær hann 330. 610 kr. í sinn hlut. Miðinn var keyptur hjá N1 Gagnavegi 2, Reykjavík. Þrír voru með 4 réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup, Furuvöllum 17, Akureyri, Select, Birkimel 1, Reykjavík og einn er í áskrift.