Lottóleikir » Klinkið varð 14 milljónir

Til baka í listaKlinkið varð 14 milljónir
Lottó-fréttir

Það var glaður eldri borgari frá Hafnarfirði sem kom í heimsókn til Getspár í morgun með vinningsmiðann frá því á laugardaginn.  Maðurinn var að versla í Fjarðarkaupum og ákvað að kaupa sér Lottó í leiðinni.   Hann ætlaði sér að versla Lottó fyrir 500 krónur, en það er sú upphæð sem hann ver vikulega til að kaupa sér Lottó eða Víkingalottó, en afgreiðslukonan spurði hvort hann ætti 20 kr í viðbót því þá gæti hann fengið fjórar raðir í Lottó í stað þriggja.  Maðurinn fann 20 krónur í vasanum sínum og ákvað að slá til og keypti 4 raðir.  Á laugardagskvöldið las maðurinn fréttir á mbl.is að vinningsmiðinn hafði verið keyptur í Fjarðarkaupum.  Maðurinn fór því inná lotto.is og eftir að hafa borið miðann sinn saman við vinningstölur kvöldsins fjórum sinnum kallaði hann á konuna sína sem einnig fór margoft yfir miðann og það var aldeilis gleðistund þegar þau uppgötvuðu að þau höfuð unnið sér inn tæpar 14 milljónir. Og það var einmitt fjórða röðin á miðanum sem færði þeim þennan glæsilega vinning og það má því segja að klinkið hafi gert þau að milljónamæringum.  Hjónin ætla að þiggja fjármálaráðgjöf sem Getspá býður þeim uppá en þar sem þau eru bæði komin á eftirlaun ætla þau að nota vinninginn til að geta gert betur við sig í ellinni en þau höfðu gert ráð fyrir. Íslensk getspá óskar hjónunum innilega til hamingju með þennan viðbótarellilífeyri.