Lottóleikir » Deilir vinningi með fjölskyldu sinni

Til baka í listaDeilir vinningi með fjölskyldu sinni
Lottó-fréttir

Nýir milljónamæringar halda áfram að streyma í Laugardalinn.  Í dag kom til okkar fjölskyldumaður á sjötugsaldri sem keypti vinningsmiðann hjá N1 Stóruhjalla í Kópavogi. Gaman er að segja frá því að þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem hár bónusvinningur kemur á miða keyptan hjá N1 Stóruhjalla. Hann horfði á útdráttinn í sjónvarpinu og fór síðan yfir miðann og veitti því athygli að hann hefði unnið.  Maðurinn ákvað að segja konu sinni ekki strax frá þessum gleðifréttum.  Konan sagði svo manni sínum þær fréttir seinna um kvöldið að annar tveggja vinningsmiðanna í hinum rammíslenska bónuspotti hafi verið seldur hjá N1 Kópavogi og spurði hvort manninn sinn hvort hafi unnið, maðurinn játti því og konan trúði honum ekki enda sýndi hann engin svipbrigði.  Konan var því heldur betur ánægð og spennt þegar hún fékk miðann í hendurnar og fór yfir hann og komst að því að maðurinn hafi verið að segja satt.  Fjölskyldan spilar saman í leikjum Getspár og því verður þessum vinning skipt á 4 heimili en hjónin eiga 3 uppkomin börn og fóru báðar dætur hjónanna að gráta þegar þær fengu símtal frá móður sinni um að þau hefur unnið stóran vinning í Víkingalottóinu.  Við óskum þessari heppnu fjölskyldu innilega til hamingju með vinninginn.