Lottóleikir » Laugardagslottó - 5faldur næst!

Til baka í listaLaugardagslottó - 5faldur næst!
Lottó-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út, fjórðu vikuna í röð og verður því fimmfaldur næsta laugardag.  Sex miðaeigendur skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 77 þúsund krónur.   Þeir keyptu miðana sína á eftirtöldum stöðum;  Tálknakjöri á Tálknafirði, Olís á Húsavík, Sjoppunni Sunnumörk í Hveragerði, Shellskálanum á Eskifirði, Kaupfélaginu á Hvammstanga og Snælandi við Staðarberg í Hafnarfirði.   Fimm miðar voru með fjórar réttar tölur í Jóker, þeir voru keyptir hjá; N1 við Skógarsel í Reykjavík, Olís Reyðarfirði, Olís Dalvík og tveir eru í áskrift.