Lottóleikir » Laugardagslottó - 2faldur næst !
Til baka í listaLaugardagslottó - 2faldur næst !
Lottó-fréttir
Enginn var með allar fimm tölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Hins vegar voru sex miðaeigendur sem skiptu á milli sín bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 42 þúsund krónur. Þrír þeirra eru með tölurnar sínar í áskrift, einn keypti miðann í Prinsinum við Þönglabakka í Reykjavík, einn í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík og einn í Samkaup Úrval við Tryggvagötu á Selfossi. Fimm voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og þar með vinning upp á 100 þúsund kall. Einn miðinn var keyptur í N1 í Reykjanesbæ, annar í N1 á Selfossi, sá þriðji í Olís á Selfossi, fjórði í Videóhöllinni í Mosfellsbæ og sá fimmti er í áskrift.