Lottóleikir » Dreymdi fyrir vinningsröð

Til baka í listaDreymdi fyrir vinningsröð
Lottó-fréttir

Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir verið nálægt því að fá 5 réttar í Lottóinu síðastliðinn laugardag. 232 miðar komu fram með 4 réttar tölur. Tölurnar sem dregnar voru út voru allar mjög lágar en þær voru 3 4 5 7 10 og bónustalan 25. Það kom því starfsfólki Getspár töluvert á óvart að einungis 2 miðar voru með allar tölurnar réttar og var annar miðinn 10 raða sjálfvalsmiði ásamt Jóker en hinn miðinn áskriftarmiði þar sem 3 raðir eru í áskrift. Tvær raðirnar af þremur eru tölur sem eigendur dreymdu fyrir og ein röðin er afmælisdagar fjölskyldunnar.


Vinningsröðin að þessu sinni var röð sem eigandi hafði dreymt fyrir um 20 árum siðan og sett í áskrift og nú skilaði sá draumur sér skemmtilega mikið til baka.  Þessi  fjölskylda var nýbúin að vera með fasteignasala í heimsókn til að verðmeta húsnæði sitt því þau ætluðu að minnka við sig húsnæðið til að draga úr skuldum en nú ætla þau að vera áfram í húsinu sínu og greiða niður áhvílandi skuldir og leyfa sér svo jafnvel að fara í einhverja dýra framandi utanlandsferð sem hjónunum hefur lengi dreymt um. Hinn vinningshafinn var  ung fjölskyldukona frá Akranesi, þriggja barna móðir, sem er með miða í áskrift. En þar sem veðrið á Skaganum var svo gott í síðustu viku ákvað konan að bóna bílinn, fór í Olís og verslaði sér bón og ákvað að taka að auki 10 raðir og Jóker í viðbót við áskriftarmiðann sem hún á.  Það var svo sannarlega ferð til fjár. Það var svo á laugardagskvöldið sem hún veitti því athygli að margir vinir hennar á Facebook væru að spyrjast fyrir hver hefði verslað sér Lottó í Olís á Akranesi og unnið Lottópottinn. Konan fór þá út í bíl og náði í miðann sinn og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum - var hún virkilega sú heppna - búin að vinna sér inn rúmlega 31 milljón króna og gæti nú verslað sér draumabílinn og fjölskyldan orðið skuldlaus.Við óskum þessum nýju Lottómilljónamæringum innilega til hamingju með vinninginn.