Lottóleikir » Laugardagslottó - 3faldur næst !

Til baka í listaLaugardagslottó - 3faldur næst !
Lottó-fréttir

Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því þrefaldur næsta laugardag.   Hins vegar var einn miði með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur eigandi hans rétt tæplega 300 þúsund í vinning, miðinn var keyptur í Hönnubúð í Reykholti í Borgarfirði.  Sex miðar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og þar með vinning upp á 100 þúsund kall hver.  Fimm miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Olís í Norðlingaholti í Reykjavík.