Lottóleikir » Milljón króna hádegisverðarboð

Til baka í listaMilljón króna hádegisverðarboð
Lottó-fréttir

Lottóvinningshafinn frá því á síðasta laugardag er búinn að koma með lukkumiðann til Getspár.  Þetta er fjölskyldumaður sem býr í Reykjavík og átti hann leið upp í Húsahverfi í Grafarvogi síðastliðinn miðvikudag þegar hann heyrði auglýsingu í útvarpinu þar sem verið var að auglýsa stóran pott í Víkingalottóinu.   Hann fór því inn í næsta lottósölustað sem var N1 við Gagnveg og keypti sér Víkingalottómiða og þegar hann var að greiða fyrir hann sá hann auglýsingu á borðinu um fjórfaldan pott í laugardagslottóinu og ákvað að kippa einum slíkum miða með.  Það var síðan í leiðinni í vinnuna á mánudagsmorguninn sem hann heyrði að vinningsmiðinn hefði verið keyptur í N1 við Gagnveg og það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom í vinnuna var að skoða miðann og tölurnar og undrun hans og gleði var mikil þegar hann sá þetta smella saman. Hann hringdi í konuna sína og bauð henni út að borða í hádeginu en tilgreindi ekki neina sérstaka ástæðu fyrir því.  Þegar þau voru búin að koma sér fyrir á veitingastaðnum sagði hann henni að þau hafi verið að vinna rúmlega 30,4 milljónir í Lottó og eins og nærri má geta fannst frúnni þetta afar ánægjulegur hádegisverðarfundur með bónda sínum.