Lottóleikir » Seinni vinningshafinn kominn fram

Til baka í listaSeinni vinningshafinn kominn fram
Lottó-fréttir

Hinn vinningshafinn frá síðasta laugardegi er kominn fram. Vinningshafinn  er fjölskyldufaðir sem að ákvað að kippa með sér einum 10 raða miða hjá N1 á Þórshöfn og  reyndist sú ákvörðun heldur betur borga sig. Hann er að vonum mjög ánægður með þessar 28 milljónir sem hann hlaut og að hans sögn munu þær koma sér mjög vel fyrir hann og fjölskyldu hans. Íslensk getspá óskar vinningshafanum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með vinninginn.


"""