Lottóleikir » Lottó 5/40: Tveir skiptu 6földum potti á milli sín!

Til baka í listaLottó 5/40: Tveir skiptu 6földum potti á milli sín!
Lottó-fréttir

Tveir skiptu með sér fyrsta vinningi í laugardagslottóinu og fær hvor um sig  rúmlega 28 milljónir í vinning. Annar hinna heppnu keypti miðann hér á heimasíðunni, en hinn keypti sinn miða hjá N1, Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn. Bónusvinningurinn skiptist líka á milli tveggja vinningshafa og hlýtur hvor þeirra rúmlega 323.000 kr. Annar miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni en hinn er í áskrift. Níu unnu 100.000 kr. í Jókernum. Vinningsmiðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: N1 á Þórshöfn, N1 v/Bíldshöfða, tveir á N1 v/Gagnveg, Ísjakanum í Vestmannaeyjum, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Hagkaup v/Furuvelli á Akureyri, N1 v/Ártúnshöfða og Olís á Akranesi