Lottóleikir » Lýst eftir vinningshafa

Til baka í listaLýst eftir vinningshafa
Lottó-fréttir

Annar vinningshafinn frá því um síðustu helgi hefur ekki gefið sig fram en hann var annar af tveimur sem voru með allar  tölurnar réttar og hvor um sig með vinning upp á rúmar 15 milljónir króna.  Hann keypti miðann sinn  hjá Skeljungi, Skagabraut á Akranesi og hvetjum við alla sem keyptu sér miða þar í síðustu viku að skoða miðann sinn vel.  Hinn vinningshafinn er með miðann sinn í áskrift og honum brá heldur betur í brún þegar Íslensk getspá hafði samband  í vikunni. Vinningshafinn sem er kona á besta aldri frá Ísafirði hafði ekki hugmynd um vinninginn og átti bágt með að trúa góðu fréttunum.  Við auglýsum einnig eftir Jóker vinningshafa síðustu helgar en sá keypti miðann sinn í 10-11 við Laugalæk í Reykjavík og vann sér inn 2 milljónir króna.