Lottóleikir » Tveir með allar tölur réttar

Til baka í listaTveir með allar tölur réttar
Lottó-fréttir

Tveir skiptu með sér fyrsta vinning í Lottó útdrætti helgarinnar og fær hvor um sig vinning að upphæð 15.840. 220. Annar hinna heppnu er með miðann sinn í áskrift en hinn keypti sinn miða hjá Skeljungi, Skagabraut á Akranesi. Einn áskrifandi var með fjórar réttar tölur auk bónustölu og fær 438.230 krónur í vinning.

Þá var einn heppinn miðaeigandi með allar fimm tölurnar réttar í réttri röð í Jóker og fær því 2 milljónir í vinning. Fimm voru með fjórar tölur í réttri röð í Jókernum og fá 100 þúsund krónur hver.