Lottóleikir » Vinningshafinn kominn

Til baka í listaVinningshafinn kominn
Lottó-fréttir

Eigendur miðans sem var með allar tölurnar réttar frá því sl. laugardag hafa gefið sig fram við skrifstofu Getspár.   Eigendur miðans eru fullorðin kona og tveir synir hennar en þau höfðu ákveðið að kaupa þennan miða saman eftir að annan soninn hafði dreymt látinn föður sinn.  Réðu þau þannig í drauminn að þau ættu að kaupa sér lottómiða og þau sjá svo sannarlega ekki eftir því.  Vinningurinn kemur sér einstaklega vel og þá sérstaklega fyrir móðurina sem hefur barist í bökkum síðustu ár.  Miðann var keyptur í Olís í Hamraborg í Kópavogi og var þetta sjálfvalsmiði og nam vinningurinn og rúmlega 59,3 milljónum króna.