Lottóleikir » Lottóvinningshafi - Ekki spurning um hvort heldur hvenær vinningurinn kæmi.

Til baka í listaLottóvinningshafi - Ekki spurning um hvort heldur hvenær vinningurinn kæmi.
Lottó-fréttir

Vinningshafi helgarinnar kom í heimsókn hingað til Íslenskrar getspár í dag. Hann er með miðann í áskrift og fylgdist með útdrættinum á laugardaginn og varð því strax ljóst að hann væri með allar tölur réttar. Vinningshafinn er mjög rólegur og jarðbundinn en hann sagði að hann hefði verið alveg viss um að hann ætti eftir að vinna í Lottóinu, spurningin væri bara hvenær. Hann ætlar sér að gefa til baka og er búinn að ráðstafa góðri summu af vinningsupphæðinni til góðgerða mála.Íslensk getspá óskar vinningshafanum innilega til hamingju.