Lottóleikir » Lottóvinningshafi með miðann sinn í áskrift

Til baka í listaLottóvinningshafi með miðann sinn í áskrift
Lottó-fréttir

Stálheppinn áskrifandi var einn með allar tölurnar réttar og fær því óskiptar allar þær rúmlega 48 milljónir sem voru í fimmfalda pottinum.  Einn miði var með fjórar réttar tölur auk bónustölu og hlýtur heppinn eigandi hans rúmlega 630 þúsund krónur. Sá miði var líka í áskrift.  Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og hlýtur hvor um sig 100 þúsund kall.  Annar miðinn var keyptur í Jolla við Helluhraun í Hafnarfirði en hinn í Olís við Gullinbrú í Reykjavík.