Lottóleikir » Lottóröðin hækkar

Til baka í listaLottóröðin hækkar
Lottó-fréttir

Í dag 6. janúar hækkar verð á einni röð í Laugardagslottóinu í 130 krónur en verð á röðinni, kr. 100,  hefur haldist óbreytt í tæp 7 ár eða síðan í apríl 2006

Miðað við verðlagsþróun ætti verðið á hverri röð þó að vera um 150 krónur en stjórn Íslenskrar getspár hefur ákveðið að hækka aðeins í 130 kr.  Hækkun á hverri röð þýðir jafnframt hækkun í öllum vinningsflokkum. 

Í gegnum tíðina hafa ótal margir aðilar notið góðs af Lottóinu innan íþróttahreyfingarinnar og ungmennafélaganna í landinu. Með því að spila með í Lottó styrkir þú mikilvægt starf þeirra sem og nauðsynlegt uppbyggingarstarf öryrkja. Þinn stuðningur er mikils virði og kemur svo sannarlega í góðar þarfir í viku hverri. Margt smátt gerir eitt stórt og hver röð skiptir máli.

Bestu kveðjur frá stjórn og starfsfólki Getspár / Getrauna