Lottóleikir » Lottóleikir valda ekki spilavanda

Til baka í listaLottóleikir valda ekki spilavanda
Lottó-fréttir

Í frétt RÚV í gærkvöld var fjallað um happdrættisspilun á Íslandi og spilavanda. Vegna villandi framsetningar mátti skilja hana svo að aukning á spilun í Lottó væri skýring á auknum spilavanda á Íslandi.

Af því tilefni vill Íslensk getspá taka fram að það kemur skýrt fram í rannsókn dr. Daníels Ólasonar að ekki er fylgni á milli spilunar í Lottó og spilavanda á Íslandi. Möguleg skýring fyrir þessu er sú að mikil hraði spilunar, tíð endurgjöf smárra vinninga og ímynduð eða raunveruleg stjórn á atburðarrás í peningaspilum eru þættir sem kunna að auka á ánetjun spilara. Þessa þætti er ekki að finna í Lottó, þar sem tíðni spilunar í Lottó er lítil (einu sinni til tvisvar í viku) og það er flestum ljóst að niðurstaðan í Lottó byggir ávallt á tilviljun.

Dæmi um slíka leiki þar sem rannsókn Daníels Ólasonar sýnir fram á fylgni við spilavanda eru spilakassar, póker og spilun á erlendum vefsíðum.

Íslensk getspá var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að fá efsta stig vottunar frá European Lottery Association og World Lottery Association um ábyrga spilun og er í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði í heiminum hvað varðar ábyrga spilun.