Lottóleikir » Lottó - Vinningsmiðinn kominn

Til baka í listaLottó - Vinningsmiðinn kominn
Lottó-fréttir

Eigendur vinningsmiðans frá síðustu helgi hafa gefið sig fram til Íslenskrar getspár.Það voru lukkulegir Norðlendingar sem að hlutu vinninginn en þau áttu leið til Reykjavíkur og keyptu sér miðann góða, sem var tíu raða sjálfvalsmiði í N1 við Ártúnshöfða. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið ferð til fjár þar sem miðinn hafði að geyma 19 milljóna króna vinning.Þau voru að vonum mjög glöð og sæl með vinninginn og að þeirra sögn á hann eftir að koma sér einstaklega vel. Þau ætla þó að leyfa Jólum og áramótum að líða áður en þau taka ákvarðanir um hvernig eigi að ráðstafa honum.Íslensk getspá óskar vinningshöfunum innilega til hamingju með vinninginn.