Lottóleikir » 3faldur Lottópottur næsta laugardag

Til baka í lista3faldur Lottópottur næsta laugardag
Lottó-fréttir

Enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því þrefaldur næsta laugardag.   Tveir voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur hvor um sig rúmlega 135 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur í Jolla við Helluhraun 1 í Hafnarfirði en hinn í N1, Stórahjalla 2 í Kópavogi.   Þrír voru með fjórar réttar tölur, í réttri röð í Jóker og hlýtur hver um sig 100 þúsund krónur í vinning.  Einn miðinn er í áskrift, annar var keyptur í Kolaportinu í Reykjavík og sá þriðji í Olís við Esjubraut á Akranesi.