Lottóleikir » Þjóðhátíðarpotturinn gekk út!

Til baka í listaÞjóðhátíðarpotturinn gekk út!
Lottó-fréttir

Hæ hó, jibbý jei því 1. vinningur gekk út! Einn heppinn aðili hlýtur rúmlega 22,8 milljónir í þjóðhátíðarglaðning og var miðinn keyptur á lotto.is. Þá voru þrír með bónus vinning og hlýtur hver rúmlega 122 þúsund krónur. Tveir miðanna voru í áskrift og sá þriðji var keyptur í 10-11 Suðurfelli, Reykjavík

Engin var með allar tölur í réttri röð í Jóker í kvöld en voru tveir með 2. vinning og hljóta þeir 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Kolaportinu og í Aðalbraut, Grindavík.