Lottóleikir » Einn með 1. vinning í Lottó 11. nóvember

Til baka í listaEinn með 1. vinning í Lottó 11. nóvember
Lottó-fréttir

Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld og hlýtur sá heppni rúmlega 15 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Vídeómarkaðinum í Hamraborg, Kópavogi. Þá skiptu þrír með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmar 115 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir í 10-11, annars vegar á Kaupangi Akureyri og hins vegar Skagabraut, Akranesi en sá þriðji var keyptur á N1 Skógarseli í Reykjavík.

Þrír voru með 2. vinning í Jóker og hlýtur hver 100 þúsund krónur. Einn miðahafi var í áskrift og hinir tveir keyptu miðana hér á heimasíðu okkar, lotto.is.